Körfubolti

Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga Ma´s Magnússonar í leiknum.
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga Ma´s Magnússonar í leiknum.

Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra.

Anthony Isaiah Gurley skoraði 26 stig á 22 mínútum í leiknum en gerðist einnig sekur um mjög óíþróttamannslega framkomu í þessum leik.

Anthony Isaiah Gurley brást nefnilega illa við því þegar Helgi Már Magnússon setti á hann hindrun og sló til Helga í framhaldinu.

Anthony Isaiah Gurley var ekki refsað fyrir framkomu sína en Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með hann og var þjálfari KR-liðsins kominn langt inn á völlinn til þess að tjá Gurley skoðun sína.

Finnur Freyr fékk þó enga villu dæmda á Gurley né brottrekstur heldur fékk hann aðeins tæknivillu sjálfur fyrir mótmælin.

Þetta atvik verður örugglega til umræðu í Körfuboltakvöldinu annað kvöld en það fer í loftið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.

Anthony Isaiah Gurley sló til Helga

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira