Körfubolti

Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga Ma´s Magnússonar í leiknum.
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga Ma´s Magnússonar í leiknum.

Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra.

Anthony Isaiah Gurley skoraði 26 stig á 22 mínútum í leiknum en gerðist einnig sekur um mjög óíþróttamannslega framkomu í þessum leik.

Anthony Isaiah Gurley brást nefnilega illa við því þegar Helgi Már Magnússon setti á hann hindrun og sló til Helga í framhaldinu.

Anthony Isaiah Gurley var ekki refsað fyrir framkomu sína en Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með hann og var þjálfari KR-liðsins kominn langt inn á völlinn til þess að tjá Gurley skoðun sína.

Finnur Freyr fékk þó enga villu dæmda á Gurley né brottrekstur heldur fékk hann aðeins tæknivillu sjálfur fyrir mótmælin.

Þetta atvik verður örugglega til umræðu í Körfuboltakvöldinu annað kvöld en það fer í loftið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.

Anthony Isaiah Gurley sló til Helga

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira