Íslenski boltinn

Stjarnan áfram með fullt hús stiga í Lengjubikarnum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Stjörnumenn eru með fullt hús stiga í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir á 11. mínútu og 16 mínútum síðar tvöfaldaði Hilmar Árni Halldórsson forystuna með marki úr vítaspyrnu.

Sindri Snær Magnússon minnkaði muninn í 2-1 á 77. mínútu en fjórum mínútum síðar gulltryggði Arnar Már Björgvinsson sigur Garðbæinga þegar hann skoraði þriðja mark þeirra.

Stjörnumenn eru með sex stig eftir tvo leiki en Eyjamenn með þrjú eftir þrjá leiki.

Íslandsmeistarar FH létu eitt mark duga gegn Leikni Fáskrúðsfirði í leik liðanna í riðli 4. Það gerði miðvörðurinn Kassim Doumbia á 81. mínútu.

FH-ingar eru á toppi riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki en Leiknismenn eru stigalausir eftir tvo leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira