Fótbolti

Wolfsburg í átta liða úrslit | Sjáðu markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/getty

Wolfsburg er í komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Liðið var með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn gegn Gent og gerði engin mistök á heimavelli þar sem Wolfsburg vann 1-0.

Andre Schürrle skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok og sá til þess að þýska liðið færi áfram í keppninni.

4-2 endaði rimma liðanna samanlagt.

Schurrle skorar.


Fleiri fréttir

Sjá meira