Fótbolti

Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blatter á blaðmannafundi á dögunum.
Blatter á blaðmannafundi á dögunum. vísir/getty

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times.

Blatter snéri aftur í þessari viku í höfuðstöðvar FIFA þar sem hlustað var á málflutnings hans gagnvart banni sínu, en Blatter var dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af fótbolta ásamt Michael Platini, foseta UEFA.

Athyglisverðar greiðslur komu í ljós þeirra á milli og þegar ljóst var að Katar fengi að halda mótið 2022 fóru efasamdar raddir í gang og boltinn fór að rúlla.

„Þú getur ekki keypt heimsmeistaramótið og þetta fer á endanum til þeirra sem eru með hærri pólitísk áhrif," sagði Blatter hélt áfram:

„Ég hafði aldrei samband við Platini eftir við vorum sóttir eftir fund með framkvæmdanefndinni. Það var náð í okkur af svissnesku lögreglunni og við settir í herbergi og ég spurði hann: „Veistu hvað þeir vilja frá okkur?" og hann sagði nei."

„Þeir hafa séð okkur tala saman og aðskilið okkur. Stuttu síðar vildu þeir ræða við okkur. Það hefur ekki verið nein samskipti milli okkar, engin símtöl eða neitt," sagði Blatter, blásaklaus, að sínu mati að endingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira