Enski boltinn

Aron Einar spilaði stundarfjórðung í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í búningi Cardiff.
Aron Einar í búningi Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson koma inná sem varamaður í öflugum sigri Cardiff á Brighton & Hove Albion, en lokatölur urðu 4-1 sigur Cardiff.

Frábær byrjun Cardiff lagði grunninn að sigrinum, en þeir voru komnir í 3-0 eftir hálftíma leik. Peter Whittingham, Anthony Pilkington og Lex Immers með mörkin.

Staðan var 3-0 í hálfleik, en Dale Stephens lagaði stöðuna fyrir Brighton með marki á 55. mínútu. Peter Whittingham kláraði svo leikinn fyrir Cardiff með marki af vítapunktinum á 66. mínútu og lokatölur 4-1.

Aron Einar Gunnarsson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Cardiff sem skaust upp í sjöunda sætið með sigrinum og er nú tveimur stigum frá umspilssæti.

Brighton er í þriðja sætinu og gat með sigri skotist upp fyrir Middlesbrough, en það varð svo ekki raunin. Sterkur sigur hjá Aroni og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×