Enski boltinn

Kristinn spilaði í sigri Sundsvall

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn getur verið glaður eftir sigurinn í dag.
Kristinn getur verið glaður eftir sigurinn í dag. vísir/pjetur

Kristinn Steindórsson var í byrjunarliði Sundsvall sem vann 1-0 sigur á Ängelholms FF í sænsku bikarkeppninni í dag, en markið kom seint í leiknum.

Markalaust var í hálfleik, en eina mark leiksins kom á 85. mínútu þegar Pa Amat Dibba skoraði sigurmarkið og lokatölur urðu 1-0.

Leikið er í fjögurra liða riðlum þar sem allir spila við alla, en efsta liðið fer svo áfram í átta liða úrslit. Sundsvall er ásamt Ängelholms með Malmö og Sirius í riðli.

Kristinn spilaði allan leikinn, en hann gekk í raðir Sundsvall frá Columbus Crew fyrir þetta tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson kom ekki við sögu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira