Enski boltinn

Reading sló út WBA og Watford vann Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul McShane fagnar marki sínu.
Paul McShane fagnar marki sínu. vísir/getty

Watford og Reading tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Watford vann 1-0 sigur á Leeds og Reading sló út úrvalsdeildarlið WBA, en lokatölur 3-1.

Scott Wootton skoraði eina markið á 53. mínútu, en það skoraði hann í eigið mark og tryggði því Watford farseðilinn í næstu umferð.

Reading gerði sér lítið fyrir og sló út úrvalsdeildarlið West Bromwich Albion, 3-1. Darren Fletcher kom WBA yfir, en Paul McShane jafnaði á 60. mínútu.

Michael Hector og Lucas Piazon skoruðu svo tvö mörk á síðustu átján mínútum leiksins og úrvalsdeildarlið WBA því úr leik á meðan Reading er á leið í átta liða úrslitin.
Fleiri fréttir

Sjá meira