Enski boltinn

Reading sló út WBA og Watford vann Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul McShane fagnar marki sínu.
Paul McShane fagnar marki sínu. vísir/getty

Watford og Reading tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Watford vann 1-0 sigur á Leeds og Reading sló út úrvalsdeildarlið WBA, en lokatölur 3-1.

Scott Wootton skoraði eina markið á 53. mínútu, en það skoraði hann í eigið mark og tryggði því Watford farseðilinn í næstu umferð.

Reading gerði sér lítið fyrir og sló út úrvalsdeildarlið West Bromwich Albion, 3-1. Darren Fletcher kom WBA yfir, en Paul McShane jafnaði á 60. mínútu.

Michael Hector og Lucas Piazon skoruðu svo tvö mörk á síðustu átján mínútum leiksins og úrvalsdeildarlið WBA því úr leik á meðan Reading er á leið í átta liða úrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira