Sport

María Rún og Tristan Freyr fengu gull í grindahlaupi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tristan Freyr Jónsson.
Tristan Freyr Jónsson. vísir/daníel
María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 60 metra grindahlaupi á Meistaramótinu innanhúss í Laugardalshöll í dag.

María Rún kom fyrst í mark á 9,05 sekúndum og fékk gullverðlaun. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfoss varð önnur á 9,13 sekúndum og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki fékk brons á 9,39 sekúndum.

Hjá körlunum í 60 metra grindahlaupi var Tristan Freyr Jónsson, sonur Jóns Arnars Magnússonar, sigurvegari. Hann kom fyrstur í mark á 8,23 sekúndum.

Þetta eru þriðju verðlaun Tristans Freys á mótinu en áður hafði hann fengið silfur í stangarstökki og bronsverðlaun í hástökki. Hann ákvað að keppa ekki í langstökki eins og til stóð.

Ísak Óli Traustason, UMSS, varð annar í grindahlaupinu á 8,68 sekúndum og Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki fékk brons en hann kom þriðji í mark á 8,86 sekúndum.


Tengdar fréttir

Aníta hljóp ein

Aníta Hinriksdóttir var ótvíræður sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna, en hún var eini keppandinn sem hljóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×