Enski boltinn

Börsungar með átta stiga forskot eftir að Atletico missteig sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fernando Torres grípur um höfuð sér í leiknum í kvöld.
Fernando Torres grípur um höfuð sér í leiknum í kvöld. vísir/getty

Barcelona er með átta stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að Atletico Madrid mistókst að vinna Villareal á heimavelli í kvöld.

Heimamenn í Atletico sóttu meira og voru meira með boltann, en þeir náðu ekki að koma boltanum í netið og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Liðin skildu jöfn og því úrslit Madrídar-liðanna, Real og Atletico, í dag vatn á myllu Barceona sem er með átta stiga forskot þegar þrettán umferðir eru enn óleiknar, en Real gerði jafntefli við Malaga fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira