Innlent

Eldur í fjölbýlishúsi við Kleppsveg

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. vísir/sigurjón ólason

Tilkynnt var um eld í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Kleppsveg 56 klukkan rúmlega sex í morgun og var slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu sent á vettvang.

Slökkvistarf gekk vel, en ekki liggur hvort einu manneskjunni, sem var í íbúðinni, varð meint af reyknum.

Reykræstun er lokið og hefur lögregla nu hafið rannsókna á eldsupptökum. Ekki þurfti að rýma húsið á meðan á slökkvistarfi stóð.
Fleiri fréttir

Sjá meira