Handbolti

Rutenka líklega á heimleið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rutenka í leik með Barcelona.
Rutenka í leik með Barcelona. vísir/getty

Hinn magnaði Hvít-Rússi, Siarhei Rutenka, er enn án félags.

Hann yfirgaf herbúðir Barcelona snemma í vetur til þess að spila fyrir gull og græna skóga í Katar. Hann missti þó fljótt áhuga á því og hefur verið án félags síðustu mánuði.

Rutenka lék vel fyrir Hvít-Rússa á EM í janúar þó eitthvað hafi vantað upp á formið. Það endaði síðan með því að hann meiddist.

Rutenka segist vera í viðræðum við Minsk í heimalandinu en liðið komst í riðlakeppni EHF-bikarsins.

„Það er góður möguleika á því að ég fari þangað. Ég vil hjálpa liðinu og svo þarf ég að hjálpa landsliðinu í umspilsleikjunum fyrir HM í júní. Þá verð ég að vera í leikæfingu,“ sagði Rutenka.
Fleiri fréttir

Sjá meira