Handbolti

Rutenka líklega á heimleið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rutenka í leik með Barcelona.
Rutenka í leik með Barcelona. vísir/getty

Hinn magnaði Hvít-Rússi, Siarhei Rutenka, er enn án félags.

Hann yfirgaf herbúðir Barcelona snemma í vetur til þess að spila fyrir gull og græna skóga í Katar. Hann missti þó fljótt áhuga á því og hefur verið án félags síðustu mánuði.

Rutenka lék vel fyrir Hvít-Rússa á EM í janúar þó eitthvað hafi vantað upp á formið. Það endaði síðan með því að hann meiddist.

Rutenka segist vera í viðræðum við Minsk í heimalandinu en liðið komst í riðlakeppni EHF-bikarsins.

„Það er góður möguleika á því að ég fari þangað. Ég vil hjálpa liðinu og svo þarf ég að hjálpa landsliðinu í umspilsleikjunum fyrir HM í júní. Þá verð ég að vera í leikæfingu,“ sagði Rutenka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira