Lífið

Eva Laufey og Haraldur að selja: Glæsileg íbúð á besta stað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Laufey og Haraldur að selja.
Eva Laufey og Haraldur að selja. vísir/valli

Valfell fasteignamiðlun er með bjarta og fallega þriggja herbergja íbúð á tveimur hæðum í Vesturbænum til sölu á tæplega 38 milljónir.

Eigendur íbúðarinnar eru þau Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur, og eiginmaður hennar Haraldur Haraldsson. Þau skötuhjúin eru að flytja upp á Skaga.

Með íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara en eignin er á efstu hæð, með fallegu útsýni af suðursvölum. Neðri hæðin er sextíu fermetrar og síðan eru 28 fermetrar í risinu en flatarmál efri hæðarinnar er töluvert meira þar sem hluti er undir súð.

Virkilega smekkleg eign en sjá má myndir innan úr íbúðinni hér að neðan. Neðst í fréttinni má síðan sjá myndband úr hverfinu. 

Fallega íbúðin okkar Hadda er komin á sölu. Við erum búin að eiga dásamleg tvö að verða þrjú ár í Vesturbænum en nú liggja leiðir okkar upp á Skaga:-)

Posted by Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir on 24. febrúar 2016
Rekagrandi 3

Björt og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á tveimur hæðum alls 87 fm ásamt stæði í bílakjallara 26,7 fm alls 113,7 fm. Íbúðin er á efstu hæð, með fallegu útsýni af suðursvölum. Verð 37,9 millj. Skoðið lýsingu og myndir af eigninni inn á http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/731489/

Posted by Valfell fasteignamiðlun & ráðgjöf on 24. febrúar 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira