Lífið

Eva Laufey og Haraldur að selja: Glæsileg íbúð á besta stað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Laufey og Haraldur að selja.
Eva Laufey og Haraldur að selja. vísir/valli

Valfell fasteignamiðlun er með bjarta og fallega þriggja herbergja íbúð á tveimur hæðum í Vesturbænum til sölu á tæplega 38 milljónir.

Eigendur íbúðarinnar eru þau Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur, og eiginmaður hennar Haraldur Haraldsson. Þau skötuhjúin eru að flytja upp á Skaga.

Með íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara en eignin er á efstu hæð, með fallegu útsýni af suðursvölum. Neðri hæðin er sextíu fermetrar og síðan eru 28 fermetrar í risinu en flatarmál efri hæðarinnar er töluvert meira þar sem hluti er undir súð.

Virkilega smekkleg eign en sjá má myndir innan úr íbúðinni hér að neðan. Neðst í fréttinni má síðan sjá myndband úr hverfinu. 

Fallega íbúðin okkar Hadda er komin á sölu. Við erum búin að eiga dásamleg tvö að verða þrjú ár í Vesturbænum en nú liggja leiðir okkar upp á Skaga:-)

Posted by Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir on 24. febrúar 2016
Rekagrandi 3

Björt og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á tveimur hæðum alls 87 fm ásamt stæði í bílakjallara 26,7 fm alls 113,7 fm. Íbúðin er á efstu hæð, með fallegu útsýni af suðursvölum. Verð 37,9 millj. Skoðið lýsingu og myndir af eigninni inn á http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/731489/

Posted by Valfell fasteignamiðlun & ráðgjöf on 24. febrúar 2016


Fleiri fréttir

Sjá meira