Körfubolti

Axel með öfluga tvennu í sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Axel Kárason.
Landsliðsmaðurinn Axel Kárason. Vísir

Axel Kárason var í byrjunarliði Svendborg Rabbits sem vann öruggan sigur á SISU, 98-79, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg sem vann í kvöld sinn þriðja deildarsigur í röð. Axel lék í 35 mínútur og skoraði þrettán stig, tók þrettán fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Axel skilaði flottum tölum þess fyrir utan klikkaði aðeins á einu skoti í teignum í kvöld og tapaði boltanum aldrei.

Svendborg er með 30 stig og deilir þriðja sætinum með Naestve en Horsens er sem fyrr langefst á toppnum með 46 stig.Fleiri fréttir

Sjá meira