Körfubolti

Axel með öfluga tvennu í sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Axel Kárason.
Landsliðsmaðurinn Axel Kárason. Vísir

Axel Kárason var í byrjunarliði Svendborg Rabbits sem vann öruggan sigur á SISU, 98-79, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg sem vann í kvöld sinn þriðja deildarsigur í röð. Axel lék í 35 mínútur og skoraði þrettán stig, tók þrettán fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Axel skilaði flottum tölum þess fyrir utan klikkaði aðeins á einu skoti í teignum í kvöld og tapaði boltanum aldrei.

Svendborg er með 30 stig og deilir þriðja sætinum með Naestve en Horsens er sem fyrr langefst á toppnum með 46 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira