Innlent

Reyndi að lauma sér um borð í flutningaskip

Gissur Sigurðsson skrifar
Eimskip hefur komið upp mjög öflugu vöktunarkerfi á hafnarsvæðinu og telja talsmenn félagsins nánast ómögulegt að komast óboðinn um borð í skip þar.
Eimskip hefur komið upp mjög öflugu vöktunarkerfi á hafnarsvæðinu og telja talsmenn félagsins nánast ómögulegt að komast óboðinn um borð í skip þar. Vísir/GVA

Erlendur karlmaður var handtekinn á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn upp úr klukkan tvö í nótt og er hann grunaður um að hafa ætlað að laumast um borð í flutningaskip þar, sem á að sigla vestur um haf.

Ekki segir nánari deili á manninum í skeyti lögreglu en hann er að öllum líkindum hælisleitandi, því aðrir hafa ekki reynt að komast úr landi með þessum hætti.

Eimskip hefur komið upp mjög öflugu vöktunarkerfi á hafnarsvæðinu og telja talsmenn félagsins nánast ómögulegt að komast óboðinn um borð í skip þar. Maðurinn er vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag.

Þá var ungur karlmaður handtekinn í heimahúsi í Hafnarfirði laust eftir miðnætti, grunaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Hann var í annarlegu ástandi, að sögn lögreglu, og er því vistaður í fangageymslu fyrir yfirheyrslu í dag. Í skeyti lögreglu kemur ekki fram hvort þolandinn þurfti að leita á slysadeild. 
Fleiri fréttir

Sjá meira