Handbolti

Guðjón Valur kominn með 500 mörk í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði í kvöld sitt 500. mark á ferlinum í Meistaradeild Evrópu. Þetta kom fram á Twitter-síðu keppninnar.

Guðjón Valur náði þessum áfanga þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í leik Barcelona gegn Kristianstad í Svíþjóð en þegar þetta er skrifað er lítið eftir af fyrri hálfleik og Börsungar með 18-10 forystu.

Eins og fram kemur hér fyrir neðan hefur Guðjón Valur skorað fyrir alls fimm félög í Meistaradeild Evrópu en hann vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með Barcelona í vor.
Fleiri fréttir

Sjá meira