Enski boltinn

West Brom slapp með skrekkinn á heimavelli | Sjáðu mörkin

Litlu mátti muna að West Bromwich Albion myndi glutra niður þriggja marka forskoti í sigri liðsins á heimavelli gegn Crystal Palace í dag.

West Brom komst 3-0 yfir eftir hálftíma leik með mörkum frá Craig Gardner, Craig Dawson og Saido Berahino og var ekkert sem benti til þess að Crystal Palace myndi ógna forskoti heimamanna.

Connor Wickham kom Crystal Palace aftur inn í leikinn á upphafsmínútum seinni hálfleiks og var sjálfur aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann minnkaði muninn í 3-2.

Lengra komust lærisveinar Alan Pardew ekki en þetta var tíundi leikur liðsins í röð án sigurs í ensku úrvalsdeildinni.Dawson bætir við öðru marki WBA: Berahino bætir við þriðja marki WBA: Wickham minnkar muninn: Wickham setur annað mark sitt og annað mark Crystal Palace í leiknum:

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira