Körfubolti

Elvar deildarmeistari með Barry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Vísir

Elvar Már Friðriksson varð í nótt deildarmeistari með liði sínu, Barry University, í SSC-deildinni í Flórída eftir sigur á Eckerd, 82-69, í lokaumferð deildarkeppninnar.

Þrjú lið deildu með sér titlinum en auk Barry urðu Eckerd og Rollins meistarar en öll unnu tólf af sextán leikjum sínum gegn öðrum liðum í deildinni.

Barry verður þó hæst skrifaða liðið í úrslitakeppninni sem hefst á miðvikudag en fyrsti andstæðingur liðsins verður Florida Southern-háskólinn.

Elvar spilaði í 34 mínútur í leiknum, skoraði fimmtán stig, gaf níu stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

Elvar afrekaði einnig að gefa flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í 2. deild háskólaboltans, eins og bent var á í umfjöllun á karfan.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira