Enski boltinn

Sjáðu Van Gaal detta í grasið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, féll með tilþrifum í grasið þegar hann var að mótmæla dómgæslu Craig Pawson, dómara í leik liðsins gegn Arsenal í dag.

Van Gaal vildi að öllum líkindum meina að Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, hafi fallið viljandi í grasið eftir að Pawson dæmdi Ander Herrera brotlegan fyrir meint brot á Sanchez.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi gekk Van Gaal beint upp að Mike Dean, fjórða dómara leiksins og lék eftir fallið hjá Sanchez, beint fyrir framan þá Ryan Giggs, aðstoðarþjálfara sinn, og Arsene Wenger, stjóra Arsenal.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin

Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira