Körfubolti

Clippers setur Griffin í fjögurra leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Griffin hefur beðist afsökunar á því að hafa lamið starfsmann Clippers.
Griffin hefur beðist afsökunar á því að hafa lamið starfsmann Clippers. vísir/getty

Los Angeles Clippers hefur sett framherjann Blake Griffin í fjögurra leikja bann fyrir að berja starfsmann félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Clippers.

Griffin réðist á Matlas Testi, starfsmann Clippers, í Toronto þann 23. janúar. Þeim lenti saman á veitingastað sem endaði með því að Griffin lúskraði á Testi sem hefur glímt við mikla höfuðverki síðan.

Griffin meiddist sjálfur á hendi er hann lét höggin dynja á Testi og búist er við að hann missi a.m.k. af 4-6 vikum vegna meiðslanna.

Eins og áður sagði hefur Clippers sett Griffin í fjögurra leikja bann. Hann fær ekki greitt fyrir þessa fjóra leiki, og einn leik til viðbótar, en launin sem Griffin átti að fá fyrir þessa leiki munu renna til góðgerðamála.

Clippers hefur gengið vel í fjarveru Griffin og unnið 17 af 21 leik. Griffin er með 23,2 stig, 8,7 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim 30 leikjum sem hann hefur spilað á tímabilinu.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira