Enski boltinn

Flottustu og ljótustu búningar ensku úrvalsdeildarinnar að mati Daily Mail

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester-liðin, City og United, eiga ljótasta og flottasta búninginn.
Manchester-liðin, City og United, eiga ljótasta og flottasta búninginn. vísir/getty

Daily Mail hefur undanfarna tvo daga birt skemmtilega lista yfir flottustu og ljótustu búninga í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Listinn yfir flottustu búninga birtist í gær en á toppi hans trónir aðalbúningur Manchester United á árunum 1992-94.

Newcastle United var með sterkt lið um miðbik 10. áratugs síðustu aldar og aðalbúningur liðsins frá 1995-97 er næstflottasti búningur í sögu úrvalsdeildarinnar samkvæmt Daily Mail. Þriðji er svo aðalbúningur Arsenal frá taplausa tímabilinu 2003-04.

Í dag birtist svo listinn yfir ljótustu búningana. Samkvæmt Daily Mail er varabúningur Manchester City frá árunum 1994-96 sá ljótasti.

Varabúningur Aston Villa frá 1993-95 er sá næstljótasti og þriðji búningur Liverpool frá 2013-14 sá þriðji ljótasti.

Listann yfir flottustu búningana má sjá með því að smella hér og listann yfir ljótustu búningana með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira