Sport

Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Von Miller, besti leikmaðu Super Bowl og hetja í Denver, heldur hér á Vince Lombardi-bikarnum.
Von Miller, besti leikmaðu Super Bowl og hetja í Denver, heldur hér á Vince Lombardi-bikarnum. vísir/getty

NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær.

Milljón manns fögnuðu meisturunum en Denver lagði Carolina Panthers, 24-10, í Super Bowl-leiknum á sunnudag.

Liðið var þó ekki í hefðbundinni rútu heldur voru leikmenn ofan á slökkviliðsbílum. Skemmtileg nýbreytni.

Allt endaði þetta niður í bæ þar sem slegið var upp stórtónleikum. Fólk skemmti sér svo langt fram á kvöld.

Allir sem koma að Broncos fóru upp á sviðið. vísir/getty
Alla skrúðgönguna voru göturnar troðnar af fólki. vísir/getty
Slökkviliðsbílarnir komu vel út. vísir/getty
Peyton Manning, leikstjórnandi Broncos, fagnar fólkinu. vísir/getty
Umgjörðin var glæsileg og veðrið lék við borgarbúa. vísir/getty
Dab this. Stuðningsmaður Broncos tekur hreyfingu Cam Newton, leikstjórnanda Panthers, í búningi Von Miller, Cam fékk aldrei að „dabba“ í Super Bowl og fólkinu í Denver leiddist það ekki. vísir/getty
Mannhafið var endalaust. vísir/getty
vísir/getty
NFL

Tengdar fréttir

Peyton fór í Disneyland

"I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira