Formúla 1

Pascal Wehrlein keppir með Manor

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Pascal Wehrlein.
Pascal Wehrlein. Vísir/Getty
Pascal Wehrlein mun aka með Manor liðinu á komandi tímabili í Formúlu 1. Wehrlein var þróunarökumaður Mercedes liðsins á síðasta tímabili ásamt því að verða meistari í DTM.

Wehrlein mun nota númerið 94 á keppnisbíl sínum. Tvær ástæður liggja þar að baki, annars vegar var hann númer 94 í DTM í fyrra og hins vegar er hann að velja sér númerið vegna þess að hann er fæddur árið 1994.

Wehrlein verður annar nýliðinn sem staðfestur hefur verið í keppnissæti á tímabilinu. Hinn er Jolyon Palmer hjá Renault. Palmer mun aka bíl númer 30.


Tengdar fréttir

Renault sviptir hulunni af 2016 bílnum

Renault afhjúðaði Formúlu 1 bíl sinn fyrir árið 2016, fyrst allra liða. Renault snýr aftur í ár sem rekstraraðili liðs með RS16 bílinn.

Mercedes fljótastir og McLaren áreiðanlegir

Nico Rosberg ók Mercedes bíl sínum hraðast allra á seinni æfingadegi Formúlu 1 á Red Bull Ring í Austurríki í gær. Pascal Wehrlein ók hraðast fyrir Mercedes á þriðjudag. McLaren rauf 100 hringja múrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×