Körfubolti

Durant og Westbrook í aðalhlutverkum í sigri Oklahoma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant skoraði 23 stig í nótt.
Durant skoraði 23 stig í nótt. vísir/getty

Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Kevin Durant og Russell Westbrook skoruðu báðir 23 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem vann öruggan sigur á New Orleans Pelicans á heimavelli, 121-95.

Westbrook var nálægt því að ná þrennunni en hann var einnig með níu fráköst og 10 stoðsendingar.

Anthony Davis og Jrue Holiday skoruðu 23 stig hvor fyrir New Orleans.

Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Washington Wizards, 92-99.

Khris Middleton skoraði 27 stig og gaf níu stoðsendingar í liði Milwaukee en Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 19 stig.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira