Íslenski boltinn

Fylkir ekki í vandræðum með Blika

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrés Már skoraði fyrir Fylki
Andrés Már skoraði fyrir Fylki vísir

Fylkir vann öruggan sigur á Breiðablik í Lengjubikar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Fífunni.

Ragnar Bragi Sveinsson kom Fylki yfir eftir um korters leik en Arnþór Ari Atlason jafnaði metin fyrir Blika stuttu síðar.

Andrés Már Jóhannesson kom Fylki yfir eftir um hálftíma leik og var staðan 2-1 í hálfleik.

Jose Vergara gulltryggði síðan Fylki sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok með fínu mark. Niðurstaðan 3-1 sigur Árbæinga.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.