Bíó og sjónvarp

The Revenant með fimm verðlaun á BAFTA

Stefán Árni Pálsson skrifar
The Revenant er að fá frábærar viðtökur.
The Revenant er að fá frábærar viðtökur. vísir
Kvikmyndin The Revenant fékk fimm verðlaun á BAFTA verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og þar á meðal var hún valin besta kvikmynd ársins.

Stórleikarinn Leonardo di Caprio fer með aðalhlutverkið í myndinni og fékk hann verðlaun fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hann hefur verið að sópa að sér verðlaunum og spurning hvort sé loksins komið að honum að fá Óskarinn.

Alejandro G Inarritu, leikstjóri The Revenant, var valinn besti leikstjórinn. Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir tónlistina í myndinni Sicario en Ennio Morricone vann þau verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Hateful Eight.

Hér að neðan má sjá verðlaunahafana á BAFTA:

Besta myndin: The Revenant

Besti leikstjóriinn: Alejandro G. Iñárritu - The Revenant

Besta breska kvikmyndin: Brooklyn

Besta handritið: Spotlight

Besta leikkonan í aðalhlutverki: Brie Larson – Room

Besti leikari í aðalhlutverki: Leonardo diCaprio - The Revenant

Besta leikkonan í aukahlutverki: Kate Winslet - Steve Jobs

Besta hljóðið: The Revenant

Besta teiknimyndin: Inside Out

Besta breska stuttmyndin: Operator

Bestu búningarnir: Jenny Beavan - Mad Max, Fury Road)

Besta förðun: Lesley Vanderwalt og Damian Martin - Mad Max, Fury Road

Bestu tæknibrellurnar: Star Wars: The Force Awakens

Besti leikari í aukahlutverki: Mark Rylance - Bridge of Spies

Mest rísandi stjarnan, valið af áhorfendum: John Boyega - Star Wars

Besta heimildarmyndin: Amy Besta kvikmyndin á erlendu tungumáli: Wild Tales

Besta kvikmyndatakan:  Emmanuel Lubezki - The Revenant

Besta klippingin:  Margaret Sixel - Mad Max, Fury Road

Besta tónlistin: Ennio Morricone - The Hateful Eight






Fleiri fréttir

Sjá meira


×