Körfubolti

Er troðslukóngur heimsins ekki einu sinni í NBA-deildinni?

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Jordan Kilganon, 23 ára strákur sem er 185 cm á hæð, stal senunni í stjörnuleik NBA-deildinnar í nótt þegar hann bauð upp á eina rosalegustu troðslu sem sést hefur

Kilganon er ekki NBA-leikmaður heldur er hann atvinnutroðari sem selur æfingaprógram sem hjálpar fólki að stökkva hærra í þeim tilgangi að geta troðið.

Hann er frá Ontario í Kanada þar sem stjörnuleikurinn fór fram á heimavelli Toronto og fékk Dwayne Wade, leikmann Miami Heat, og félaga í stjörnuliði austurdeildarinnar til að missa andlitið.

Kilganon kom sér á kortið með troðslu í æfingasal sem sumir halda fram að sé flottasta troðsla sögunnar, en hana má sjá í spilaranum hér að neðan.

Í spilaranum hér að ofan má sjá troðsluna sem gerði NBA-leikmennina kjaftstopp í gær. Benda má á að Kilganon framkvæmdi troðsluna í gallabuxum.

Nú er spurt: Er troðslan hjá Kilganon flottari en troðslur Zach Lavine og Aaron Gordon í troðslukeppni NBA-deildarinnar?

Hér má lesa meira um Jordan Kilganon.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira