Körfubolti

Leikmannaskipti hjá Detroit og Orlando

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harris á að hjálpa Detroit að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2009.
Harris á að hjálpa Detroit að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2009. vísir/getty

NBA-liðin Detroit Pistons og Orlando Magic skiptust á leikmönnum í gær.

Detroit sendi Brandon Jennings og Ersan Ilyasova til Orlando í skiptum fyrir Tobias Harris.

Detroit er á ágætis möguleika á að komast í úrslitakeppnina en liðið er með 50% vinningshlutfall í 9. sæti Austurdeildarinnar. Detroit hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2009 en forráðamenn félagsins vona að þessi skipti færi Detroit nær því takmarki.

Harris er 23 ára framherji sem kom til Orlando frá Milwaukee Bucks fyrir þremur árum. Harris er með 13,7 stig og 7,0 fráköst að meðaltali í leik í vetur.

Jennings sleit hásin fyrir rúmu ári en framan af tímabilinu 2014-15 var hann með 15,4 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á þessu tímabili er leikstjórnandinn aðeins með 6,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Ilyasova, sem er 28 ára tyrkneskur framherji, gekk til liðs við Detroit fyrir þetta tímabilið eftir sjö ár í herbúðum Milwaukee. Ilyasova lék 52 leiki með Detroit og var með 11,3 og 5,4 fráköst að meðaltali í þeim.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira