Erlent

Austurríki mun einungis taka á móti áttatíu hælisleitendum á dag

Atli Ísleifsson skrifar
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra landsins.
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra landsins. Vísir/AFP

Austurrísk yfirvöld munu ekki taka á móti fleirum en áttatíu hælisleitendum á dag.

Þetta segir Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra landsins, en breytingin mun taka gildi á föstudag.

Austurríkisstjórn mun þó heimila að hámarki 3.200 flóttamönnum að fara um landið sem óska eftir að sækja um hæli í nágrannalandi.

„Við munum að sjálfsögðu passa upp á landamæri okkar þegar við sjáum enga samevrópska lausn,“ segir Mikl-Leitner.

Austurríkisstjórn hafði áður greint frá því að landið komi einungis til með að taka á móti 37.500 hælisleitendum á þessu ári, en þeir voru 90 þúsund á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Segja Tyrki vera komna að þolmörkum

Talið er að rúmlega 3 milljónir flóttamanna séu nú í Tyrklandi en þrátt fyrir það ætla stjórnvöld sér að reyna að taka við fleirum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira