Fótbolti

Asprilla kennir hestinum sínum að spila fótbolta í risaeðlubúningi | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Asprilla er duglegur að koma sér í fréttirnar.
Asprilla er duglegur að koma sér í fréttirnar. vísir/getty

Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla verður seint sakaður um að vera eins og fólk er flest.

Þessi 46 ára gamli fjörkálfur, sem gerði garðinn frægan með Parma og Newcastle United á síðustu öld, er duglegur að koma sér í fréttirnir fyrir alls kyns undarleg uppátæki.

Í gær birti Asprilla afar áhugavert myndband á Twitter-síðu sinni. Þar sést Asprilla, íklæddur risaeðlubúningi, kenna hestinum sínum að spila fótbolta.

Hesturinn sýnir ágætis takta þegar hann ýtir risastórum bolta á undan sér eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira