Fótbolti

Asprilla kennir hestinum sínum að spila fótbolta í risaeðlubúningi | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Asprilla er duglegur að koma sér í fréttirnar.
Asprilla er duglegur að koma sér í fréttirnar. vísir/getty

Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla verður seint sakaður um að vera eins og fólk er flest.

Þessi 46 ára gamli fjörkálfur, sem gerði garðinn frægan með Parma og Newcastle United á síðustu öld, er duglegur að koma sér í fréttirnir fyrir alls kyns undarleg uppátæki.

Í gær birti Asprilla afar áhugavert myndband á Twitter-síðu sinni. Þar sést Asprilla, íklæddur risaeðlubúningi, kenna hestinum sínum að spila fótbolta.

Hesturinn sýnir ágætis takta þegar hann ýtir risastórum bolta á undan sér eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.Fleiri fréttir

Sjá meira