Erlent

Kosið í Iowa

Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram í dag.
Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram í dag. Vísir

Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig.

Kannanir benda til þess að auðkýfingurinn Donald Trump sé með forskot á Ted Cruz, helsta keppinaut sinn hjá Repbúblikönum en keppnin innan raða Demókrata er mun jafnari. Þar hefur Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú naumt forskot á Bernie Sanders, öldungardeildarþingmann frá Vermont.

Góð úrslit í Iowa eru talin mikilvæg upp á framhaldið, mikilvægt er að byrja vel í kapphlaupinu um útnefninguna.Fleiri fréttir

Sjá meira