Handbolti

Hens verður liðsfélagi Vignis í Danmörku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pascal Hens.
Pascal Hens. vísir/getty
Leikmenn þýska handknattleiksliðsins Hamburg halda áfram að yfirgefa það enda er félagið gjaldþrota og hefur ekki greitt leikmönnum sínum laun.

Á morgun verður staðfest að hinn 35 ára gamli Pascal Hens hafi skrifað undir samning við danska liðið Midtjylland. Svo segir TV2 í Danmörku. Samningurinn ku vera til eins og hálfs árs.

Hens mun því geta spilað með liðinu þegar úrslitahelgin í bikarnum fer fram um næstu helgi. Þá spilar Midtjylland gegn Team Tvis Holstebro. Vignir Svavarsson leikur með liði Midtjylland.

Hens hefur leikið með Hamburg síðan 2003. Hann á að baki 199 landsleiki fyrir Þýskaland þar sem hann skoraði 565 mörk.

Þessir hafa farið frá Hamburg síðustu vikur:

Johannes Bitter - Stuttgart

Ilija Brozovic - Kiel

Allan Damgaard - Bjerringbro-Silkeborg

Alexander Feld - Bayer Dormagen

Matthias Flohr - Skjern

Hans Lindberg - Füchse Berlin

Maciej Majdzinski - Bergischer

Adrian Pfahl - Göppingen

Justin Rundt - Henstedt-Ulzburg

Kevin Schmidt - Gummersbach

Jens Vortmann - Leipzig

Tom Wetzel - Lübbecke

Dener Jaanimaa - Kiel

Pascal Hens - Midtjylland

Enn á lausu hjá Hamburg:

Tim-Oliver Brauer

Piotr Grabarczyk

Pascal Hens

Felix Mehrkens

Casper Mortensen

Drasko Nenadic

Stefan Schröder




Fleiri fréttir

Sjá meira


×