Erlent

Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl

Bjarki Ármannsson skrifar
Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, ber fregnum ekki saman um það hvort meirihluti hinna látnu hafi verið lögreglumenn eða óbreyttir borgarar.
Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, ber fregnum ekki saman um það hvort meirihluti hinna látnu hafi verið lögreglumenn eða óbreyttir borgarar. Vísir/EPA
Tuttugu eru látnir og að minnsta kosti 29 til viðbótar særðir eftir sjálfmorðssprengjuárás við lögreglustöð í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag.

Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, ber fregnum ekki saman um það hvort meirihluti hinna látnu hafi verið lögreglumenn eða óbreyttir borgarar. Að sögn yfirvalda kom árásarmaðurinn sér fyrir í röð fólks sem var á leið inn á lögreglustöðina.

Talíbanar segjast hafa verið á bak við árásina, sem er ein margra í borginni undanfarna mánuði. Er talið að þær eigi að kippa stoðunum undan friðarviðræðum milli talíbana og stjórnvalda.

Talsmaður hersveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan segir árásina sýna fyrirlitningu talíbana í garð laga og reglu. Árásir þeirra á fólk sem á að gæta afganskra borgara sýni að þeir búi yfir engri framtíðarsýn fyrir Afganistan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×