Handbolti

Dagur uppljóstrar leyndarmálinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona teiknaði Dagur þetta upp fyrir úrslitaleikinn.
Svona teiknaði Dagur þetta upp fyrir úrslitaleikinn. mynd/getty & Dagur Sigurðsson

Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum.

„Master Plan“ og „Keep it simple“ er það eina sem Dagur skrifar með myndunum. Hann bætir svo að sjálfsögðu við einum bikar.

Á blaðinu sem Dagur teiknaði upp fyrir leikinn er líka skrifað á íslensku: „Yfirvegun, harka og alvöru blokk“.

Þar má sjá hvernig Dagur ætlar að láta sitt lið spila og einnig hvernig hann ætli sér að bregðast við leik spænska liðsins.

Landsliðsþjálfarinn fékk mikið hrós fyrir frábæran taktískan leik á EM og hversu vel honum gekk að koma andstæðingum sínum á óvart með fjölbreyttum varnarleik.

Þetta blað er minning sem Dagur vill líklega alltaf eiga.


Tengdar fréttir

Landslið Dags vinsælla en Bayern München

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira