Innlent

Klipptur úr bíl eftir árekstur en þurfti ekki á gjörgæslu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/Brian Chan

Ökumaður sem fluttur var með þyrlu á Landspítalann síðdegis í gær eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi liggur enn á spítalanum. Klippa þurfti manninn lausan úr bifreið sinni eftir slysið en hann þurfti þó ekki að leita á gjörgæslu.

Slysið varð á einbreiðri brú fyrir Stigá, skammt austan Hnappavalla milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Vörubíll og sendibíll rákust þar á á brúnni.

Suðurlandsvegi var lokað um stund á meðan unnið var að rannsókn slyssins og ökutækin færð af brúnni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira