Innlent

Klipptur úr bíl eftir árekstur en þurfti ekki á gjörgæslu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/Brian Chan

Ökumaður sem fluttur var með þyrlu á Landspítalann síðdegis í gær eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi liggur enn á spítalanum. Klippa þurfti manninn lausan úr bifreið sinni eftir slysið en hann þurfti þó ekki að leita á gjörgæslu.

Slysið varð á einbreiðri brú fyrir Stigá, skammt austan Hnappavalla milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Vörubíll og sendibíll rákust þar á á brúnni.

Suðurlandsvegi var lokað um stund á meðan unnið var að rannsókn slyssins og ökutækin færð af brúnni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira