Enski boltinn

Southampton hélt hreinu í fimmta leiknum í röð | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Southampton hélt hreinu í fimmta deildarleiknum í röð þegar liðið vann 1-0 sigur á West Ham á heimavelli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Japaninn Maya Yoshida skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Victor Wanyama fékk að líta rauða spjaldið á 54. mínútu fyrir groddaralega tæklingu á Dimitri Payet og því voru Dýrlingarnir einum manni færri síðustu 36 mínútur leiksins.

Markið og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.

West Ham var miklu meira með boltann í seinni hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Vörn Southampton var sterk og Fraiser Forster öruggur í markinu.

Southampton hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og er í 7. sæti deildarinnar með 37 stig, tveimur stigum á eftir West Ham sem er í 6. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira