Erlent

Snarpur skjálfti í Taívan

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 varð í kvöld í suðurhluta Taívans, skammt frá borginni Tainan. Að minnsta kosti ein bygging hrundi til grunna en ekki hafa borist fregnir af manntjóni.

Skjálftinn varð á áttunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Hann átti upptök sín um á 43 kílómetra suðaustur af Tainan á um tíu kílómetra dýpi.
Fleiri fréttir

Sjá meira