Erlent

Snarpur skjálfti í Taívan

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 varð í kvöld í suðurhluta Taívans, skammt frá borginni Tainan. Að minnsta kosti ein bygging hrundi til grunna en ekki hafa borist fregnir af manntjóni.

Skjálftinn varð á áttunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Hann átti upptök sín um á 43 kílómetra suðaustur af Tainan á um tíu kílómetra dýpi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira