Erlent

Fjórir handteknir grunaðir um hryðjuverkastarfsemi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Einn mannna frá Alsír handtekinn.
Einn mannna frá Alsír handtekinn. vísir/epa
Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið fjóra alsírska karlmenn sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja árás í Berlín í Þýskalandi. Þeir eru allir taldir tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Mennirnir voru handteknir í Berlín á fimmtudagskvöld en þeir eru sagðir hafa komið til landsins undir því yfirskini að þeir væru flóttamenn frá Sýrlandi. Að minnsta kosti einn þeirra var á lista alsírskra yfirvalda yfir grunaða hryðjuverkamenn.

Rannsókn lögreglu á meintri hryðjuverkastarfsemi hófst í desember, en ekki hafa borist frekari upplýsingar um hvert skotmarkið var. Lögreglu grunar að mennirnir eigi sér vitorðsmenn í Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×