Körfubolti

Bradley hetja Boston gegn Cleveland | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bradley tryggir Boston sigurinn með flautukörfu.
Bradley tryggir Boston sigurinn með flautukörfu. vísir/afp

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Avery Bradley var hetja Boston Celtics þegar liðið vann eins stigs sigur, 103-104, á Cleveland Cavaliers á útivelli.

Bradley tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga flautukörfu en liðið var fjórum stigum undir þegar sjö sekúndur voru til leiksloka.

Myndband af sigurkörfu Bradley má sjá hér að neðan.

Bradley skoraði 14 stig í leiknum en Isiah Thomas var stigahæstur í liði Boston með 22 stig. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland.

San Antonio Spurs rúllaði yfir Dallas Mavericks, 90-116, í Texas-slag í nótt.

San Antonio var miklu sterkari aðilinn í leiknum og leiddi með 36 stigum í hálfleik, 26-62.

Manu Ginobili og Tim Duncan léku ekki með San Antonio í nótt en það breytti engu. Allir leikmenn liðsins komust á blað í leiknum en Kawhi Leonard var þeirra stigahæstur með 23 stig.

Þá vann Los Angeles Clippers fimmta sigur sinn í síðustu sex leikjum þegar liðið lagði Orlando Magic að velli, 93-107.

Chris Paul var stigahæstur í liði Clippers með 21 stig en hann gaf einnig sex stoðsendingar. JJ Redick og Jamal Crawford komu næstir með 20 stig hvor. Þá átti Lance Stephenson fína innkomu af bekknum, skoraði 13 stig og nýtti öll sex skot sín utan af velli.

Úrslitin í nótt:
Cleveland 103-104 Boston
Dallas 90-116 San Antonio
Orlando 93-107 LA Clippers
Atlanta 102-96 Indiana
Charlotte 95-98 Miami
Washington 106-94 Philadelphia
Brooklyn 128-119 Sacramento
NY Knicks 85-91 Memphis
Denver 115-110 Chicago
Utah 84-81 Milwaukee

Sigurkarfa Bradley Dwayne Wade sýnir gamla takta Flottustu tilþrifin í nótt
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira