Handbolti

Veszprém skoraði 50 mörk í Austur-Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði tvö af 50 mörkum Veszprém í dag.
Aron skoraði tvö af 50 mörkum Veszprém í dag. vísir/epa

Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprém voru í miklum ham þegar þeir tóku á móti makedónska liðinu Zomimak Strumica í Austur-Evrópudeildinni í handbolta í dag.

Lokatölur urðu 50-16 sem þýðir að Veszprém skoraði nánast mark á mínútu. Skotnýting liðsins var einstaklega góð, eða 88%.

Aron skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar en sænski línumaðurinn Andreas Nilsson var markahæstur í liði Veszprém með 11 mörk. Mirko Alilovic varði 22 skot í markinu, eða 58% þeirra skota sem hann fékk á sig.

Veszprém er í efsta sæti Austur-Evrópudeildarinnar með 37 stig eftir 13 leiki. Vardar Skopje frá Makedóníu er einnig með 37 stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en Veszprém.
Fleiri fréttir

Sjá meira