Enski boltinn

Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vardy er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Vardy er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019.

Vardy hefur gjörsamlega slegið í gegn á tímabilinu og átt hvað stærstan þátt í frábæru gengi Leicester sem er með fimm stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar.

Vardy hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni í vetur, þremur meira en Harry Kane hjá Tottenham og Romelu Lukaku hjá Everton.

Vardy, sem er 29 ára, hefur verið í herbúðum Leicester frá 2012 en hann kom til liðsins frá utandeildarliði Fleetwood Town. Framherjinn á fjóra A-landsleiki að baki fyrir England.

Vardy og félagar gerðu góða ferð á Etihad-völlinn í dag þar sem þeir unnu 1-3 sigur á Manchester City.
Fleiri fréttir

Sjá meira