Enski boltinn

Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vardy er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Vardy er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019.

Vardy hefur gjörsamlega slegið í gegn á tímabilinu og átt hvað stærstan þátt í frábæru gengi Leicester sem er með fimm stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar.

Vardy hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni í vetur, þremur meira en Harry Kane hjá Tottenham og Romelu Lukaku hjá Everton.

Vardy, sem er 29 ára, hefur verið í herbúðum Leicester frá 2012 en hann kom til liðsins frá utandeildarliði Fleetwood Town. Framherjinn á fjóra A-landsleiki að baki fyrir England.

Vardy og félagar gerðu góða ferð á Etihad-völlinn í dag þar sem þeir unnu 1-3 sigur á Manchester City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira