Handbolti

Karen skoraði nær helming marka Nice í sigri á Nantes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karen var markahæst í liði Nice með átta mörk.
Karen var markahæst í liði Nice með átta mörk. vísir/ernir

Nice, lið þeirra Karenar Knútsdóttur og Örnu Sifjar Pálsdóttur, vann mikinn varnarsigur á Nantes, 17-20, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Karen átti stórleik í liði Nice og skoraði átta mörk, þ.á.m. tvö á lokakafla leiksins þegar Nice seig fram úr.

Karen kom Nice í 14-17 með marki úr vítakasti þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Hún gulltryggði svo sigur Nice þegar hún skoraði 20. og síðasta mark liðsins 24 sekúndum fyrir leikslok.

Arna Sif skoraði eitt mark fyrir Nice sem er í 5. sæti af 10 liðum. Sigurinn í kvöld var aðeins annar útisigur liðsins á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira