Erlent

Ósannað að loftsteinn hafi hæft mann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Indverskir vísindamenn rannsaka meintan loftstein sem varð karlmanni að bana á dögunum.  Myndin er tekin á vettvangi.
Indverskir vísindamenn rannsaka meintan loftstein sem varð karlmanni að bana á dögunum. Myndin er tekin á vettvangi. vísir/afp

Indverskir vísindamenn hafa verið beðnir um að staðfesta með frekari rannsóknum fregnir þess efnis maður hafi látist eftir að hafa orðið fyrir loftsteini, líkt og fullyrt var á dögunum.

Ef satt reynist yrði það fyrsta tilfellið um slíkan dauðdaga í tæp tvö hundruð ár. Indverska lögreglan segist hafa fundið um tíu kílóa stein á vettvangi sem nú hefur verið komið í hendur vísindamanna. Atvikið á að hafa átt sér stað í borginni Vellore í vikunni.

Í fyrstu var talið að um sprengjutilræði væri að ræða en engin sprengiefni hafa fundist á staðnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira