Sport

Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Asbel Kiprop er þrefaldur heimsmeistari í 1500 metra hlaupi.
Asbel Kiprop er þrefaldur heimsmeistari í 1500 metra hlaupi. Vísir/Getty

Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar sem dreifir sér hratt og víða.

Yfirvöld í Brasilíu staðfestu í maí 2015 að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og síðan þá hefur Zika veiran dreift sér víðar um heiminn, aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Veiran breiðist aðallega út með moskítóbiti.

Ólympíuleikarnir fara fram í Ríó í Brasilíu frá 5. til 21. ágúst en góðu fréttirnar eru að þá eru minna um moskítóflugur enda vetur á þessum slóðum.

Kenía á marga af bestu millivega- og langhlaupurum heimsins og var ennfremur sú þjóð sem vann flest verðlaun á HM í frjálsum í Peking á síðasta ári.

„Auðvitað ætlum við ekki að taka áhættu með okkar íþróttafólk en þessi Zika veira verður að miklum faraldri," sagði Kipchoge Keino, forseti Ólympíunefndar Keníu, í samtali við Reuters.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira