Formúla 1

Grosjean ánægður með fyrstu kynni af Haas bílnum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Romain Grosjean ökumaður Haas F1 liðsins.
Romain Grosjean ökumaður Haas F1 liðsins. Vísir/Getty

Romain Grosjean fékk að aka nýa Haas bílnum í fyrsta skiptið í vikunni, í hermi Ferrari liðsins. Hann sagðist ánægður með fyrstu kynni við bílinn.

Haas hefur fullan aðgang að aksturshermi Ferrari liðsins. Það er hluti af tæknisamstarfi liðanna. Vélarnar, gírskiptingin og fjöðrunin eru meðal þess sem einnig felst í tæknisamstarfinu.

Þrátt fyrir að Grosjean fái ekki að aka raunverulega Haas bílnum fyrr en á fyrstu æfingunni seinna í febrúar sagðist hann ánægður með framfarirnar sem tekist hefur að kalla fram í herminum. Meðal þeirra vandamála sem tókst að leysa úr voru villur er varða grunnuppstillingu bílsins.

„Fyrstu kynni voru frekar góð,“ sagði franski ökumaðurinn við franksa miðilinn L´Equipe. „Eins og með alla nýja bíla voru nokkur byrjunarvandamál til að leysa úr, eins og hik í forþjöppu, raforkusöfnunarbúnaðurinn og hvernig hann safnar orku við hemlun.

„Við unnum í grunnatriðum, þar á meðal bremsu og inngjafarstillingum, ýmsum stillingum á hæðum bílsins í sambandi við loftflæðið til að fá samanburðartölur fyrir það sem við höfum séð í vindgöngunum,“ bætti Grosjean við.

Grosjean vildi ekki gera of mikið úr jákvæðum niðurstöðum í herminum, hann ítrekaði að raunverulega væri hegðun bílsins á brautinni það eina sem raunverulega væri marktækt. „Hermirinn er alltaf góður upphafspuntkur, en ég grunnur bílsins sé góður.“


Tengdar fréttir

Haas stefnir á stig í Ástralíu

Guenther Steiner liðsstjóri Haas segir að liðið stefni á að ná í stig í fyrstu keppni tímabilsins. Aðeins örfá ný lið hafa náð í stig í sinni fyrstu keppni.

Haas: Undirvagninn okkar betri en Ferrari

Gene Haas, eigandi Haas F1 liðsins sem hefur keppni í Formúlu 1 á næsta ári segir a undirvagn liðs síns verði líklegast betri en undirvagn Ferrari liðsins.

Romain Grosjean til Haas F1

Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira