Íslenski boltinn

Margrét Lára skoraði fimm mörk í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margrét Lára.
Margrét Lára. vísir/vilhelm

Undanúrslitaleikirnir í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu fóru fram í kvöld.

Valur valtaði yfir HK/Víking, 9-0, á meðan Fylkir lagði KR, 3-1.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val og Rúna Sif Stefánsdóttir tvö. Elísa Viðarsdóttir og Eva María Jónsdóttir komust einnig á blað.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvennu fyrir Fylki og Ruth Þórðardóttir skoraði einnig. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði mark KR að því er fram kemur á fótbolti.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira