Íslenski boltinn

Margrét Lára skoraði fimm mörk í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margrét Lára.
Margrét Lára. vísir/vilhelm

Undanúrslitaleikirnir í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu fóru fram í kvöld.

Valur valtaði yfir HK/Víking, 9-0, á meðan Fylkir lagði KR, 3-1.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val og Rúna Sif Stefánsdóttir tvö. Elísa Viðarsdóttir og Eva María Jónsdóttir komust einnig á blað.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvennu fyrir Fylki og Ruth Þórðardóttir skoraði einnig. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði mark KR að því er fram kemur á fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira