Innlent

Ræddu málefni EFTA og norrænt samstarf

Atli Ísleifsson skrifar
Poul Michelsen og Gunnar Bragi Sveinsson.
Poul Michelsen og Gunnar Bragi Sveinsson. Mynd/utanríkisráðuneytið

Gunnar Bragi Sveinsson og Poul Michelsen, utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja, áttu í gær sinn fyrsta formlega fund eftir að ný stjórn tók við völdum í Færeyjum í september.

Í frétt utanríkisráðuneytisins segir að ráðherrarnir hafi rætt vítt og breitt um samstarf Íslands og Færeyja og lagt áherslu á mikilvægi náinnar samvinnu landanna.

„Að öðru leyti ræddu ráðherrarnir stefnu nýrrar stjórnar Færeyja á sviði utanríkismála sem m.a. snýr  að því að auka þátttöku Færeyja í alþjóðlegu samstarfi. Var þar sérstaklega rætt um norrænt samstarf, þróunarsamvinnu og mögulega aðild að EFTA.

Gunnar Bragi skýrði frá því að Ísland horfði almennt jákvætt til þessarar stefnumótunar og myndi fylgja því eftir á viðeigandi vettvangi að skoða vandlega hvernig unnt væri að mæta óskum Færeyinga,“ segir í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira