Erlent

Þrír Indverjar dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs

Atli Ísleifsson skrifar
Einn sakborninga í málinu leiddur fyrir rétt.
Einn sakborninga í málinu leiddur fyrir rétt. Vísir/AFP

Dómstóll í Indlandi dæmdi í dag þrjá karlmenn til dauða vegna hópnauðgunar og morðs á ungri konu í Vestur-Bengal ríki árið 2013.

Þrír menn til viðbótar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi vegna málsins.

Dómstóllinn, sem er í borginni Kalkútta, tilkynnti um refsingu yfir mönnunum í dag, en mennirnir voru fundnir sekir á fimmtudaginn.

Nauðgunin og morðið á konunni, sem var 21 árs gömul og á leið heim úr prófi í bænum Kamduni þegar ráðist á hana, hefur vakið hörð viðbrögð í Indlandi. Lík konunnar fannst alblóðugt á nálægum akri í Kamduni.

Í frétt SVT segir að fjölmenn mótmæli hafi verið haldin í landinu þar sem aukins öryggis kvenna í landinu er krafist.
Fleiri fréttir

Sjá meira