Handbolti

Átta íslensk mörk í tapi gegn Nimes

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Karen í leik með íslenska landsliðinu.
Karen í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Þrátt fyrir stórleik Karenar Knútsdóttar þurfti Nice að sætta sig við naumt þriggja marka tap gegn Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en Karen skoraði sjö af 22 mörkum liðsins í dag.

Karen, Arna Sif Pálsdóttir og stöllur í Nice vissu að með sigri gætu þær sett pressu á liðin fyrir ofan sig og komist yfir Nimes en Nice vann leik liðanna í franska bikarnum á dögunum.

Var greinilegt að leikmenn Nimes ætluðu að hefna fyrir tapið en Nimes leiddi allt frá fyrstu mínútu og tók fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 12-7.

Leikmenn Nice náðu ekki að ógna forskotinu í seinni hálfleik en næst komust þær þegar þær minnkuðu muninn í þrjú mörk stuttu fyrir leikslok. Lengra komust þær ekki og þurftu að sætta sig við naumt tap.

Karen var markahæst í liði Nice með 7 mörk úr 13 skotum og eina stoðsendingu en Arna Sif var með eitt mark úr eina skoti sínu í leiknum. Næsti leikur liðsins er gegn Nantes á útivelli á laugardaginn.Fleiri fréttir

Sjá meira