Enski boltinn

Chelsea mætir Manchester City í bikarnum | Shrewsbury tekur á móti Man Utd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það verður krefjandi verkefni fyrir Oscar og félaga í næstu umferð.
Það verður krefjandi verkefni fyrir Oscar og félaga í næstu umferð. Vísir/getty

Stórleikur 16-liða úrslitanna í enska bikarnum verður þegar Chelsea tekur á móti Manchester City á Stamford Bridge en dregið var í bikarnum rétt í þessu.

Liðin unnu bæði sannfærandi sigra í 32-liða úrslitunum, Manchester City vann 4-0 sigur á Aston Villa og Chelsea vann 5-1 sigur á MK Dons rétt í þessu í lokaleik umferðarinnar.

Arsenal fær kunnuglegan mótherja í 16-liða úrslitum en Arsenal mætir Hull City, liðinu sem Arsenal vann í úrslitum bikarsins árið 2014.

Þá fær C-deildarlið Shrewsbury Town áhugaverðan leik en lærisveinar Micky Mellon taka á móti stórliði Manchester United en heimavöllur Shrewsbury tekur aðeins 9875 áhorfendur.


Leikirnir í 16-liða úrslitunum:

Chelsea - Manchester City
Reading - West Brom Albion eða Peterborough United
Watford - Leeds
Shrewsbury Town - Manchester United
Blackburn Rovers - Liverpool eða West Ham
Tottenham Hotspur - Crystal Palace
Arsenal - Hull City
Bournemouth - Everton
Fleiri fréttir

Sjá meira