Enski boltinn

Chelsea mætir Manchester City í bikarnum | Shrewsbury tekur á móti Man Utd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það verður krefjandi verkefni fyrir Oscar og félaga í næstu umferð.
Það verður krefjandi verkefni fyrir Oscar og félaga í næstu umferð. Vísir/getty

Stórleikur 16-liða úrslitanna í enska bikarnum verður þegar Chelsea tekur á móti Manchester City á Stamford Bridge en dregið var í bikarnum rétt í þessu.

Liðin unnu bæði sannfærandi sigra í 32-liða úrslitunum, Manchester City vann 4-0 sigur á Aston Villa og Chelsea vann 5-1 sigur á MK Dons rétt í þessu í lokaleik umferðarinnar.

Arsenal fær kunnuglegan mótherja í 16-liða úrslitum en Arsenal mætir Hull City, liðinu sem Arsenal vann í úrslitum bikarsins árið 2014.

Þá fær C-deildarlið Shrewsbury Town áhugaverðan leik en lærisveinar Micky Mellon taka á móti stórliði Manchester United en heimavöllur Shrewsbury tekur aðeins 9875 áhorfendur.


Leikirnir í 16-liða úrslitunum:

Chelsea - Manchester City
Reading - West Brom Albion eða Peterborough United
Watford - Leeds
Shrewsbury Town - Manchester United
Blackburn Rovers - Liverpool eða West Ham
Tottenham Hotspur - Crystal Palace
Arsenal - Hull City
Bournemouth - EvertonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira