Handbolti

Dagur skálaði við þýsku þjóðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skál!
Skál!

Þýsku landsliðsmennirnir skáluðu í kampavíni eftir að þeir höfðu tryggt sér Evrópumeistaratitilinn í Póllandi í kvöld.

Myndavél þýska sjónvarpsins ARD fékk að fylgjast með gleðinni og var eins og gefur að skilja mikið um að vera.

Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins, var hinn rólegasti. Svo sneri hann sér að myndavélinni, með kampavínsglas í hönd, og skálaði við þýsku þjóðina sem fylgdist með heima í stofu. Allt í beinni sjónvarpsútsendingu.

Meðfylgjandi skjáskot var birt á Twitter nú fyrr í kvöld.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira